head12.jpg
Forsíđa
Pistlar
Æviágrip
Fyrirspurn
Myndir
Tenglar
Byggđamál
Sjávarútvegsmál
Utanríkismál
Heilbrigđis/velferđarmál
Samgöngumál
Mennta- og skólamál
Efnahags- og skattamál
Almenn stjórnmál
Deila á Facebook

Írak - til hvers? Mbl. 16. sept. 2006
FYRIR nokkrum dögum var ţess minnst ađ 5 ár voru liđin frá hryđjuverkunum í Bandaríkjunum. Taliđ er ađ tćplega 2.800 óbreyttir borgarar hafi látiđ lífiđ í árásunum. Víst er ađ mikil samstađa er um ţađ ađ fordćma hryđjuverkin ţar og annars stađar og vinna bug á ţeim sem standa fyrir óhćfuverkunum, en jafnvíst ađ ţađ er flókiđ og vandasamt verkefni. Andstćđingurinn er hvorki ríki né sýnilegur her og hann rćđst ađ almenningi. Ţetta minnir ađ nokkru leyti, ţótt í miklu minna mćli sé, á öfgasinnađa hópa á áttunda áratugnum sem störfuđu í nokkrum Evrópuríkjum.
Átökin snúast um hugmyndir og viđhorf og ađstćđur sem fćra öfgamönnum hljómgrunn fyrir hryđjuverkum međ sjálfsmorđsárásum. Augljóslega er víđa frjór jarđvegur í múslimalöndum sem skapar hćttu fyrir almenning í mörgum löndum. Ţađ er ekki líklegt ađ mikill árangur náist í baráttunni gegn hryđjuverkunum fyrr er jarđvegurinn breytist og almennur stuđningur viđ málstađinn ţverr. Ađ ţví eiga Vesturlönd ađ einbeita sér, ađ taka réttlćtinguna frá hryđjuverkamönnunum. Stćrsta hreyfiafliđ er án efa málefni Palestínuaraba og ná ţarf niđurstöđu ţar sem ţeir sćtta sig viđ. Óbilgirni Bandaríkjamanna og Ísraelsmanna gagnvart Palestínumönnum er ein stćrsta ógnin viđ öryggi Vesturlandabúa.

Innrásin í Afganistan var ađ mörgu leyti skiljanleg og hćgt ađ fćra sannfćrandi rök fyrir henni. Öđru máli gegndi um innrásina í Írak. Spyrja má enn í dag - til hvers var ráđist inn í Írak? Eftir ţví sem tímar líđa verđum viđ enn fjćr ţví ađ fá svör viđ spurningunni. Ástćđurnar sem upp voru gefnar hafa reynst upplognar og tilbúnar. Ţađ voru engin kjarnavopn í Írak. Ţađ voru engin tengsl milli Saddam Hussein og Al Kaida. Almennt eru sérfrćđingar á ţeirri skođun, samkvćmt fréttum í gćr, ađ innrásin hafi aukiđ á hryđjuverkahćttuna fremur en minnkađ hana.

Svo tortryggnir eru Bandaríkjamenn orđnir á eigin stjórnvöld ađ um ţađ bil ţriđjungur ţeirra trúir ţví ađ ţeirra eigin menn hafi stađiđ fyrir árásunum, Blair, forsćtisráđherra Bretlands er rúinn trausti vegna Íraksstríđsins og pólitískur ferill hans senn á enda og Bush Bandaríkjaforseti stendur höllum fćti sem aldrei fyrr og ţingkosningar framundan. Í báđum ţessum löndum hefur mistekist ađ viđhalda stuđningi almennings viđ Íraksstríđiđ af ţeirri einföldu ástćđu ađ ekki hefur tekist ađ svara spurningunni: til hvers var ráđist inn í Írak? Undansláttur, villandi upplýsingar stjórnvalda í ţessum löndum og hrein ósannindi hafa grafiđ undan tiltrú almennings. Ţví er svo komiđ sem raun ber vitni.

Til eru samtök sem nefnast Iraq body count. Ţau safna m.a. upplýsingum um fallna í Írak. Frá ţví ađ innrásin var gerđ í marsmánuđi 2003 telja samtökin sig hafa stađfestar upplýsingar um ađ 41.751-46.420 óbreyttir borgarar hafi falliđ í Írak. Ađ auki hafa falliđ fjölmargir hermenn og ađrir sem eru undir vopnum ţannig ađ heildarfjöldi fallinna er hćrri. Ţađ hafa sem sé falliđ 15-17 sinnum fleiri óbreyttir borgarar í Írak en í árásunum í Bandaríkjunum. Hvenćr verđur minningarathöfnin um ţá og munu ţeir Blair og Bush koma ţangađ?

Ţađ sem verra er ađ fjöldi fallinna fer vaxandi. Á fyrsta árinu eftir ađ innrásinni lauk, frá 1. maí 2003 til 19. mars 2004 er taliđ ađ 6.331 óbreyttur borgari hafi falliđ. Nćsta áriđ voru ţeir 11.312 og ţriđja áriđ, reyndar frá 20.3. 2005 til 1.3. 2006, féllu 12.617 óbreyttir borgarar í Írak. Fyrsta áriđ féllu ađ međaltali 20 óbreyttir borgarar á dag, en ţriđja áriđ var međaltaliđ komiđ upp í 36 manns á dag. Hver er árangurinn af innrásinni? Svariđ er augljóst: enginn og reyndar verri en enginn, borgarastyrjöld geisar í Írak og Bandaríkjaher hvorki rćđur viđ ástandiđ né getur fariđ burt. Hvert er hlutverk innrásarhersins ef hann getur ekki tryggt öryggi Íraka og ekki öryggi Bandaríkjamanna og vera hans í Írak kallar á dagleg hermdarverk?


Netfangiđ ţitt:
Skrá netfang
Afskrá netfang
vísa vikunnar ( 154) Betra vćri ţetta ţing
Vísa vikunnar ( 153): Viđ erum flest í vígamóđ
Vísa vikunnar (152): Eitthvađ heggur kaldan kjöl
Vísa vikunnar ( 151): Illa fenginn auđinn ţinn
Vísa vikunnar ( 150): Ćtíđ sé ţín gata greiđ
Vísa vikunnar ( 149): Lúiđ hef ég bakiđ beygt
Vísa vikunnar(148) : Góđra vina hylli hljóttu
Vísa vikunnar ( 147): Djúpmanna dug og elju
Vísa vikunnar ( 146): Sćll ég skynja landsins tungumál
Vísa vikunnar ( 145): Nú er undir sól ađ sjá
Vísa vikunnar ( 144): Ég leita ţín vor
Vísa vikunnar (143): Íhaldsins er nú senn
Vísa vikunnar ( 142): Senn mun blána himinn hár
Vísa vikunnar ( 141): Grösin fölna, grána fjöll
Vísa vikunnar (140): Auđstétt brýtur ofan frá

Skođa eldri mola
Kristinn H. Gunnarsson · Traðarstígur 12 · 415 Bolungavík · Sími 892-7630 Netfang: kristinn@kristinn.is