head30.jpg
Forsíđa
Pistlar
Æviágrip
Fyrirspurn
Myndir
Tenglar
Byggđamál
Sjávarútvegsmál
Utanríkismál
Heilbrigđis/velferđarmál
Samgöngumál
Mennta- og skólamál
Efnahags- og skattamál
Almenn stjórnmál
Deila á Facebook

Framlegđin í sjávarútvegi: 600 milljarđar króna á 8 árum 13. mars 2017
Framkvćmdastjóri Vinnslustöđvarinnar í Vestmannaeyjum skrifar í Fréttablađiđ og véfengir tölur um góđa afkomu í sjávarútvegi og sérstaklega í uppsjávarveiđum og vinnslu sem ég birti í grein minni áđur. Upplýsingarnar sem ég vísađi til eru allar ađ finna í gögnum Hagstofu Íslands og útgefnum skýrslum um hag veiđa og vinnslu. Hugtökin framlegđ og hreinan hagnađ nota ég međ sama hćtti og Hagstofa Íslands. Framlegđin eru tekjur ađ frádregnum kostnađi viđ öflun teknanna og Hagstofan kallar framlegđina verga hlutdeild fjármagns (EBITDA). Frá framlegđinni eru síđan dregnar afskriftir og fjármagnskostnađur. Ţá stendur eftir hreinn hagnađur.

Framkvćmdastjórinn segir um gögn Hagstofunnar ađ ţau séu úrtaksgögn og lćtur ađ ţví liggja ađ ţeim sé áfátt ţegar lýsa eigi afkomu í sjávarútvegi. Hann vegur ómaklega ađ Hagstofu Íslands. Stofnunin byggir tölur sínar um afkomu í sjávarútvegi ársins 2015 á upplýsingum frá fyrirtćkjum sem samtals eru međ 88% af allri veltu í sjávarútvegi. Ţađ er ţví seilst um hurđ til lokunnar ađ véfengja áreiđanleika talna Hagstofu Íslands um afkomu í sjávarútvegi.

Ţađ er ekkert ofmćlt í greim minni um góđa afkomu sjávarútvegi á síđustu árum eđa sérstaklega í uppsjávarveiđum og vinnslu. Framlegđin hefur veriđ gríđarlega mikil og einnig hreinn hagnađur. Frá 2008 - 2015 var samanlögđ framlegđ í sjávarútvegi (EBITDA) á verđlagi í desember 2016 rúmlega 600 milljarđar króna. Mćlt sem hlutfall af tekjum var ţađ á bilinu 24,3% - 31% á ári. Mćlt í krónum var framlegđin á bilinu 61 - 91 milljarđur króna á ári. Til marks um ţađ hve mikiđ stóđ eftir til ţess ađ bćta hag fyrirtćkjanna er ađ eigiđ fé sjávarútvegsfyrirtćkjanna jókst um 300 milljarđa króna frá árslokum 2008 til ársloka 2015.

Afkoman í uppsjávarveiđum og vinnslu er sveiflukenndari en engu ađ síđur er hún á ţessu árabili síst lakari en í sjávarútveginum í heild.

Alvarlegasti vandi kvótakerfisins eru ţjóđfélagslegu afleiđingarnar vegna samţjöppunar og einokunarađstöđu í höndum tiltölulegar fárra einstaklinga. Sjómenn hafa fengiđ ađ kenna á ţví óţvegiđ og íbúar sjávarbyggđanna hafa mátt líđa óvissu, óöryggi og verđrýrnun eigna sinna auk ţess ađ missa vinnuna. Allt vegna ţeirrar stöđu ađ fáeinir eigendur fyrirtćkja í sjávarútvegi deila og drottna í krafti einokunar á kvóta.

Í uppsjávarveiđum er svo komiđ ađ 8 fyrirtćki ráđa meirihluta alls kvóta á uppsjávartegundum. Ţessi fyrirtćki ráđa yfir 90% alls kvóta í lođnu, Íslands síld og Norđur Atlantshafs síldinni , 86% af kvóta í kolmunna og 68% kvótans í makríl. Uppsjávarskipin eru ađeins um 20. Ţessi fyrirtćki ráđa ađ auki um ţriđjungi af botnfiskkvótanum.

Sjávarútvegur einkennist af einokun og samţjöppun auđs og valds í fárra höndum. Gífurleg verđmćti eru gefnin á hverju ári ţessum sjálfvalda hópi. Sjómenn, íbúar sjávarbyggđanna og ţjóđin í heild líđur fyrir ţetta ástand. Ótímabundin sjálfvirk úthlutun veiđiheimilda er komin á endastöđ og ekki undan ţví komist ađ byrja upp á nýtt. Verđmćtum veiđiheimildum í eigu ţjóđarinnar verđur best ráđstafađ međ jafnrćđi og samkeppni ađ leiđarljósi sem mun tryggja henni markađsverđ.

Deila á Facebook
<<<
Netfangiđ ţitt:
Skrá netfang
Afskrá netfang
vísa vikunnar ( 154) Betra vćri ţetta ţing
Vísa vikunnar ( 153): Viđ erum flest í vígamóđ
Vísa vikunnar (152): Eitthvađ heggur kaldan kjöl
Vísa vikunnar ( 151): Illa fenginn auđinn ţinn
Vísa vikunnar ( 150): Ćtíđ sé ţín gata greiđ
Vísa vikunnar ( 149): Lúiđ hef ég bakiđ beygt
Vísa vikunnar(148) : Góđra vina hylli hljóttu
Vísa vikunnar ( 147): Djúpmanna dug og elju
Vísa vikunnar ( 146): Sćll ég skynja landsins tungumál
Vísa vikunnar ( 145): Nú er undir sól ađ sjá
Vísa vikunnar ( 144): Ég leita ţín vor
Vísa vikunnar (143): Íhaldsins er nú senn
Vísa vikunnar ( 142): Senn mun blána himinn hár
Vísa vikunnar ( 141): Grösin fölna, grána fjöll
Vísa vikunnar (140): Auđstétt brýtur ofan frá

Skođa eldri mola
Kristinn H. Gunnarsson · Traðarstígur 12 · 415 Bolungavík · Sími 892-7630 Netfang: kristinn@kristinn.is