head16.jpg
Forsķša
Pistlar
Æviágrip
Fyrirspurn
Myndir
Tenglar
Byggšamįl
Sjįvarśtvegsmįl
Utanrķkismįl
Heilbrigšis/velferšarmįl
Samgöngumįl
Mennta- og skólamįl
Efnahags- og skattamįl
Almenn stjórnmįl
Deila į Facebook

Samofnir hagsmunir 11. september 2017
Athuganir stašfesta aš hagsmunir hluta vķsindamanna og stangveišifélaga hafa rękilega veriš samofnir, sérstaklega fjįrhagslegir hagsmunir. Um įrabil var nįiš samstarf milli Veišimįlastofnunar og Landsambands veišifélaga og žessir ašilar litu į sig sem samherja ķ višleitni til žess aš nį sem mestum efnahagslegum hag śt śr stangveišinni. Veišimįlastonfun er nś runnin saman viš Hafrannsóknarstofnun og fyrrum forstjóri veišimįlastofnunar er nś forstjóri hinnar nżju stofnunar.

Skżrasta tįknmynd hinna samofnu hagmuna birtist ķ ljósmynd frį 50 įra afmęli Landsambands veišifélaga įriš 2008. Myndin sżnir nśverandi forstjóra Hafrannsóknarstofnunar afhenda formanni Landsambands veišifélaga mįlverk aš gjöf. Gjöf er gefin vinum.

Fiskręktarsjóšur og Veišimįlastjóri

Fiskręktarsjóšir er opinber sjóšur sem veitir lįn og styrki til verkefna sem žjóna žeim markmišum aš efla fiskrękt, bęta veišiašstöšu, styšja viš rannsóknir ķ įm og vötnum og auka veršmęti veiši śr žeim. Fim manna stjórn er yfir sjóšnum sem Landbśnašarrįšherra skipar. Tveir stjórnarmenn koma frį Landsambandi veišifélaga og sį žrišji frį Landsambandi stangveišifélaga. Einn stjórnarmašur kemur frį Landsambandi fiskeldisstöšva og einn er skipašur įn tilnefningar. Veišifélögin hafa žvķ tögl og haldir ķ stjórninni og žar sitja framįmenn śr žeirra röšum, mešal annars sį sem tók viš mįlverkinu į afmęlinu 2008.

Veišimįlastofnun sękir stķft um styrki śr Fiskręktarsjóši og hefur frį 2005 til 2015 fengiš samtals 42 styrki aš fjįręš um 80 milljónir króna til verkefna sem varša laxastofna. Er žaš nokkur furša aš veišimįlastjórninn fyrrverandi og nśverandi forstjóri Hafrannsóknarstofnunar hafi gefiš Landsambandi veišifélagi veglega gjöf į 50 įra afmęlinu.

Meira aš segja fékk sjįlfur Veišimįlastjóri śthlutaš styrk įriš 2005 śr Fiskręktarsjóši aš upphęš 360 žśsund kr til žess aš halda rįšstefnu um įhrif fiskeldis į nįttśrulega laxastofna. Žaš vęri gaman aš fį aš sjį afraksturinn frį žeirri rįšstefnu svona ķ ljósi žess aš 12 įrum seinna er sami mašur forstjóri Hafrannsóknarstofnunar og er einaršur ķ žeirri afstöšu sinni og tillögugerš stofnunarinnar aš ekki skuli leyfa laxeldi ķ sjó ķ Ķsafjaršardjśpi. Fulltrśar veišifélaga og stangveišimanna telja örugglega nś aš peningunum hafi veriš vel variš til žessarar rįšstefnu.

Efnahagslegir hagsmunir af laxveišum


Žaš er lķka mjög slįandi hversu mikil įhersla er lögš į efnahagslega žżšingu standveišanna. Meira aš segja ķ nżśtkomnu įhęttumati Hafrannsóknarstofnunar sem į eingöngu aš fjalla um mögulega erfšablöndum milli eldislax og villts lax hefst skżrslan į žessum oršum sem eingöngu er um efnahagslega žżšingu laxveiša:

„Stangveiši og netaveiši śr nįttśrulegum ķslenskum laxastofnum hafa gefiš aš mešaltali um žaš bil 4050 žśsund laxa į įri undanfarna fjóra įratugi. Meš tilkomu hafbeitar og sleppinga, įsamt minnkun netaveiša, hefur sķšan oršiš mikil fjölgun ķ heildarfjölda stangveiddra laxa upp ķ allt aš 80-90 žśsund laxa ķ bestu įrum. Bein veršmęti veiširéttinda ķ ķslenskum laxveišiįm eru metin yfir 4 milljaršar króna og meš afleiddum, óbeinum įhrifum (gisting, veitingasala o.fl.) metin 15-20 milljaršar króna į įri.“

Ķ įrsskżrslum Veišimįlastofnunar kemur ķtrekaš fram hjį Veišimįlastjóra hver efnahagslegur įvinningur er af stangveiši ķ įm og vötnum landsins. Nefna mį įrsskżrslurnar frį 2012 og 2014 sem dęmi žar um. Aš sama skapi vķkur Veišimįlastjóri aš fiskeldinu į neikvęšan hįtt og varar viš hęttum sem hann telur vera žvķ samfara.

Athyglisvert er aš ekkert er vikiš aš efnahagslegri žżšingu fiskeldis, ķ öllum žessum skżrslum, sem žó liggur fyrir aš er geysimikil. Žannig liggur fyrir stašfest mat opinberra ašila eins og Byggšastonunar aš laxeldi ķ Ķsafjaršardjśpi einu er efnahagslega mun veršmętara fyrir žjóšarbśiš en öll stangveiši landsins. Žegar haft er ķ huga aš um 95% allra laxveišiįa eru frišašar fyrir fiskeldi meš lokun fjarša og flóa og stangveišin žannig vernduš ķ bak og fyrir er žaš stórt spurningarmerki hvernig į žvķ megi standa aš helsti talsmašur stangveišimanna, sjįlfur forstjóri Hafrannsóknarstofnunar, sem viš hvert tękifęri tķundar umfang og veltuna af stangveišinni, skuli algerlega sneiša hjį žvķ aš nefna allar tekjurnar sem fiskeldiš gefur af sér.Kannski aš fiskeldismenn eigi aš huga aš mįlverki til gjafa viš hentugt tękifęri.

Hvaš sem žvķ lķšur, žį mį hverjum manni ljóst vera aš žegar kemur aš mótun opinberrar stefnu um fiskeldi ķ sjó, žį eru žeir vanhęfir til įlitsgjafar sem eru saman vafšir öšrum hagsmunaašilanum og eiga langa sögu fjįrhagslegra samskipta viš žį sem žiggjendur. Slķk įlit eru aš engu hafandi.

Kristinn H. Gunnarsson

leišari ķ blašinu Vestfiršir 7. september 2017

Deila į Facebook
<<<
Netfangiš žitt:
Skrį netfang
Afskrį netfang
vķsa vikunnar ( 154) Betra vęri žetta žing
Vķsa vikunnar ( 153): Viš erum flest ķ vķgamóš
Vķsa vikunnar (152): Eitthvaš heggur kaldan kjöl
Vķsa vikunnar ( 151): Illa fenginn aušinn žinn
Vķsa vikunnar ( 150): Ętķš sé žķn gata greiš
Vķsa vikunnar ( 149): Lśiš hef ég bakiš beygt
Vķsa vikunnar(148) : Góšra vina hylli hljóttu
Vķsa vikunnar ( 147): Djśpmanna dug og elju
Vķsa vikunnar ( 146): Sęll ég skynja landsins tungumįl
Vķsa vikunnar ( 145): Nś er undir sól aš sjį
Vķsa vikunnar ( 144): Ég leita žķn vor
Vķsa vikunnar (143): Ķhaldsins er nś senn
Vķsa vikunnar ( 142): Senn mun blįna himinn hįr
Vķsa vikunnar ( 141): Grösin fölna, grįna fjöll
Vķsa vikunnar (140): Aušstétt brżtur ofan frį

Skoša eldri mola
Kristinn H. Gunnarsson · Traðarstígur 12 · 415 Bolungavík · Sími 892-7630 Netfang: kristinn@kristinn.is