head35.jpg
Forsíđa
Pistlar
Æviágrip
Fyrirspurn
Myndir
Tenglar
Byggđamál
Sjávarútvegsmál
Utanríkismál
Heilbrigđis/velferđarmál
Samgöngumál
Mennta- og skólamál
Efnahags- og skattamál
Almenn stjórnmál
Deila á Facebook

Stundarbilun 10. október 2017
Stundin er fréttamiđill sem einbeitir sér ađ rannsóknarblađamennsku. Metnađur eigenda og starfsmanna er ađ kafa ofan í álitamál samtímans og fćra lesendum bestu fáanlegu upplýsingar. Til ţess ţurfa blađamenn Stundarinnar ađ vera ódeigir og ţora ađ fletta ofan af upplýsingum og stađreyndum sem veriđ er ađ leyna til ţess ađ afvegaleiđa almenning.

Víst er ađ blađamennirnir hafa tekiđ fyrir mörg málefni og vonandi hafa ţeir međ störfum sínum veitt almenningi upplýsingar sem nauđsynlegar eru. En svo bregđur nú viđ ein greinin er skrifuđ til ţess eins ađ bera í bćtifláka fyrir Hafrannsóknarstofnun.

Stofnunin var harđlega gagnrýnd hér í leiđara fyrir mánuđi fyrir ađ vera báđum megin borđsins. Annars vegar sem umsvifamikill verktaki hjá ýmsum veiđifélögum um laxveiđi í ám og í öđrum nánum fjárhagslegum tengslum viđ ţau í gegnum Fiskrćktarsjóđ og hins vegar sem faglegur ráđgjafi stjórnvalda ţví máli sem ţau leggjast hvađ harđast gegn, laxeldi í sjó. Bćđi forstjóri Hafrannsóknarstofnunar og einstaka starfsmenn hafa nú og fyrr sem starfsmenn Veiđimálastofnunar gefiđ út yfirlýsingar gegn laxeldi í sjó og sérstaklega í Ísafjarđardjúpi áđur en stofnunin er fengin til ţess ađ hrófla upp svonefndu áhćttumati í ţví skyni ađ stöđva áform um laxeldi.
Blađamađur Stundarinnar, Ingi Freyr Vilhjálmsson, gerir lítiđ úr fjárhagslegum samskiptum stofnunar og veiđifélaga og segir ţau afmarkast viđ veiđifélag Langadalsár. Ţá heldur blađamađurinn ţví fram ađ Hafrannsóknarstofnunin ţiggi mikla styrki frá eldisfyrirtćkjunum. Ţar er vísađ til Umhverfissjóđs sjókvíaeldis sem hann segir í eigu eldisfyrirtćkjanna. Er ţađ meginniđurstađa blađamanns Stundarinnar ađ Hafrannsóknarstofnun fái fé frá báđum hagsmunaađilum og ţó sýnu meira frá eldisfyrirtćkjunum en frá veiđifélögunum.

Hallađ mjög réttu máli

Um ţessa frásögn rannsóknarblađamannsins má hafa sömu orđ og höfundur Njáls sögu ţegar rakin er frásögn Gunnars Lambasonar af Skarphéđni í brennunni:
Og um allar sagnir hallađi hann mjög til en ló víđa frá.

Fyrir ţađ fyrsta hverfur vanhćfnin ekki ţótt hún kunni ađ eiga bćđi viđ samskipti Hafrannsóknarstofnunar viđ veiđifélögin og eldisfyrirtćkin. Ţvert á móti ţá eykst umfang vanhćfninnar. Í lögum veldur ţađ vanhćfni ef opinber ađili á sérstakra og verulegra hagsmuna ađ gćta eđa ef samskiptin eru ţannig ađ draga megi međ réttu óhlutdrćgni hans í efa.

Ţannig er ástatt međ samskipti Hafrannsóknarstofnunar viđ veiđifélögin og Fiskrćktarsjóđ. Stofnunin vinnur margar rannsóknir fyrir einstök veiđifélög á hverju ári. Á síđustu mánuđum má nefna Veiđifélag Laxár í Dölum og Veiđifélagiđ Faxa í Tungufljóti til viđbótar viđ veiđifélag Langadalsár. Hafrannsóknarstofn er háđ ţessum veiđifélögum um sértekjum og starfsmenn eiga starf sinn ađ einhverju leyti a.m.k. undir ţví ađ vinna fyrir veiđifélögin. Ţađ gefur auga leiđ ađ stofnunin er ekki í góđri stöđu ef hún gefur út álit sem gengur gegn hagsmunum veiđifélaganna. Ţá eru samskiptin viđ Fiskrćktarsjóđ ţannig ađ stofnunin hefur fengiđ 43 styrki á 10 ára tímabili samtals ađ fjárhćđ 80 milljónir króna. Fiskrćktarsjóđur er opinber sjóđur en 3 af 5 stjórnarmönnum sem afgreiđa erindi um styrkir eru fulltrúar veiđifélaganna. Ţar liggur hundurinn grafinn. Veiđifélögin hafa tögl og haldir og Hafrannsóknarstofnun fćr ekkert rannsóknarfé nema međ ţeirra stuđningi. Í ţessu ljósi er hollt ađ líta málverkagjöf forstjóra Hafrannsóknarstofnunar til Landssambands veiđifélaga á 50 ára afmćli ţeirra.

Umhverfissjóđur sjókvíaeldis

Stađan í umhverfissjóđi sjókvíaeldis er gerólík. Sá sjóđur er nýr. Lög um hann voru sett 2014 og sjóđurinn úthlutađi fé fyrst í ár. Stundin upplýsir ađ Hafrannsóknarstofnun hafi fengiđ 54 milljónir króna af 86 milljónar króna úthlutun. En sjóđurinn er ekki í eigu eldirfyrirtćkjanna eins og stađhćft er. Ţvert á móti í lögunum segir ađ Umhverfissjóđur sé sjálfstćđur sjóđur i eigu ríkisins. Eldisfyrirtćkjunum er gert ađ greiđa árlegt gjald fyrir hvert framleitt tonn sem nota á til ţess ađ lágmarka umhverfisáhrif af sjókvíaeldi. Stjórn sjóđsins úthlutar fénu. Fjórir skipa stjórnina, tveir fulltrúar ráđherra, einn frá eldisfyrirtćkjum og einn frá veiđifélögum. Ţarna er fulltrúi eldisfyrirtćkja í minnihluta ólíkt ţví sem er í Fiskrćktarsjóđi ţar sem veiđifélögin hafa meirihluta.

Tilraun blađamanns Stundarinnar til ţess ađ hvítţvo Hafrannsóknarstofnun af vanhćfninni er vindhögg. Gagnaöflun er verulega áfátt, hún er óvönduđ og villandi mynd dregin upp. Ţetta er eiginlega sorglegt frávik frá öđrum greinum Stundarinnar, nokkurs konar Stundarbilun. Spyrja má um ástćđur. Ekki verđur fullyrt um ţćr en athyglisvert er ađ á Facebook síđu blađamannsins er mynd af honum sigri hrósandi međ nýveiddan 93 cm hćng úr Vatnsdalsá.

Kristinn H. Gunnarsson
Deila á Facebook
<<<
Netfangiđ ţitt:
Skrá netfang
Afskrá netfang
vísa vikunnar ( 154) Betra vćri ţetta ţing
Vísa vikunnar ( 153): Viđ erum flest í vígamóđ
Vísa vikunnar (152): Eitthvađ heggur kaldan kjöl
Vísa vikunnar ( 151): Illa fenginn auđinn ţinn
Vísa vikunnar ( 150): Ćtíđ sé ţín gata greiđ
Vísa vikunnar ( 149): Lúiđ hef ég bakiđ beygt
Vísa vikunnar(148) : Góđra vina hylli hljóttu
Vísa vikunnar ( 147): Djúpmanna dug og elju
Vísa vikunnar ( 146): Sćll ég skynja landsins tungumál
Vísa vikunnar ( 145): Nú er undir sól ađ sjá
Vísa vikunnar ( 144): Ég leita ţín vor
Vísa vikunnar (143): Íhaldsins er nú senn
Vísa vikunnar ( 142): Senn mun blána himinn hár
Vísa vikunnar ( 141): Grösin fölna, grána fjöll
Vísa vikunnar (140): Auđstétt brýtur ofan frá

Skođa eldri mola
Kristinn H. Gunnarsson · Traðarstígur 12 · 415 Bolungavík · Sími 892-7630 Netfang: kristinn@kristinn.is